Að fá sorgina í heimsókn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun