Eftirlitsblæti sjálfskipaðra riddara frelsisins Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar