Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að þóknast Trump Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 17:26 Heiðar Guðjónsson. „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira