10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 13:30 Berglind Gunnarsdóttir í sjónvarpsviðtalinu á dögunum. Skjámynd/S2 Sport „Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum. Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum.
Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira