Sagan endalausa Ingvar Arnarson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Ingvar Arnarson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar