Körfubolti

Gata í miðbæ Los Angeles borgar skírð eftir Kobe Bryant

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu.
Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Getty/Christian Petersen

Borgarstjórn Los Angels borgar hefur tekið þá ákvörðun að heiðra Kobe heitinn Bryant með sérstökum hætti.

Kobe Bryant, sem hefði haldið upp á 42 ára afmælið sitt á sunnudaginn, fórst í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn ásamt þrettán ára dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum.

Kobe Bryant er ein allra stærsta stjarna Los Angeles í sögunni en hann hjálpaði vinsælasta íþróttaliði borgarinnar að vinna fimm NBA titla á öldinni.

Los Angeles hefur ákveðið að heiðra minningu Kobe Bryant með því að endurskíra götu í miðbæ Los Anegels eftir honum.

Kobe Bryant Boulevard, eða Kobe Bryant vegur, heitir nú gatan sem liggur að Staples Center þar sem Kobe spilaði í öll þessi ár með Lakers. Gatan hét áður Figueroa Street.

Ákvörðun var gerð opinber 24.8 en það eru einmitt númerin hans Kobe Bryant. Los Angeles hafði áður ákveðið að þetta væri dagur Kobe Bryant. Bryant spilað í tíu ár í treyju númer átta og svo í tíu ár í treyju númer 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×