Samkeppnin um unga fólkið Oddný Björk Daníelsdóttir og Sigfríð Hallgrímsdóttir skrifa 24. ágúst 2020 07:00 „Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
„Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar