Körfubolti

Einmana á leið til Íslands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodney Glasgow Jr. mun leika með Njarðvík í vetur.
Rodney Glasgow Jr. mun leika með Njarðvík í vetur. Vísir/UMFN

Rodney Glasgor Jr. samdi við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í sumar og mun leika með liðinu í Domino´s deildinni í vetur. Hinn 180 sentimetra bakvörður er fæddur árið 1992 og þó hann sé fæddur í Bandaríkjunum þá er hann með breskt vegabréf.

Er hann einn þriggja erlendra leikmanna sem Njarðvík hefur samið við.

Rodney Glasgow er greinilega á leið hingað til lands og hefur birt mynd úr fluginu sínu þar sem það má með sanni segja að hann sé Palli einn í heiminum.

„Ég veit ég er að fara til Íslands en það er enginn í þessari flugvél,“ segir í færslu Rodney á Twitter-síðu hans.

Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í 1. umferð þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×