Körfubolti

Bikarmeistararnir upp í 3. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keira Robinson átti frábæran leik gegn Haukum.
Keira Robinson átti frábæran leik gegn Haukum. vísir/daníel

Skallagrímur komst upp í 3. sæti Domino's deildar kvenna með sigri á Haukum, 69-76, í Ólafssal í dag.

Þetta var fyrsti leikur Hauka eftir að Ólöfu Helgu Pálsdóttur var sagt upp störfum sem þjálfara liðsins. Bjarni Magnússon stýrði Haukum í dag.

Keira Robinson skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Skallagrím sem var fjórum stigum yfir í hálfleik, 29-33. Emile Sofie Hassedal skoraði 14 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Borgnesinga.

Þrír leikmenn Skallagríms spiluðu allar 40 mínúturnar í leiknum og varamenn liðsins skoruðu aðeins eitt stig. Það kom ekki að sök.

Randi Brown skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst í liði Hauka sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 16 stig en þær Brown skoruðu samtals 47 af 69 stigum Hauka í leiknum.

Bikarmeistarar Skallagríms, sem hafa unnið tvo leiki í röð, eru í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 4. sætinu og á leik til góða. Haukar eru í 5. sætinu með 26 stig.

Haukar-Skallagrímur 69-76 (18-22, 11-11, 15-18, 25-25)

Haukar: Randi Keonsha Brown 31/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 16/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/4 fráköst/11 stoðsendingar/5 stolnir, Karen Lilja Owolabi 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 26/10 fráköst/6 stoðsendingar, Mathilde Colding-Poulsen 19, Maja Michalska 15/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 14/12 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/6 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 1, Heiður Karlsdóttir 0, Lisbeth Inga Kristófersdóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×