Krepptur hnefi verkfallsbarna Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:22 Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar