Golf

McIlroy í 2.sæti eftir fyrsta hring á Arnold Palmer

Ísak Hallmundarson skrifar
McIlroy var í stuði í gær
McIlroy var í stuði í gær vísir/getty

Hinn Norður-írski Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum í golfi, er einu höggi á eftir efsta mann á Arnold Palmer Invitational. Mótið sem fer fram á Bay Hill hófst í gær og lýkur á sunnudaginn. McIlroy lék opnunarhringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn örn og einn skolla í gær. Matt Every er í forystu eftir fyrsta hring á sjö höggum undir pari. Hann spilaði á 65 höggum án þess að fá skolla á hringnum. Every vann mótið árin 2014 og 2015 og eru það einu PGA-mót sem hann hefur sigrað á ferlinum. Talor Gooch er síðan í 3. sæti á fimm höggum undir pari. Tiger Woods, sem hefur sigrað mótið átta sinnum, er ekki með á mótinu vegna bakmeiðsla og sömuleiðis sigurvegari síðasta árs, Francesco Molinari, einnig vegna meiðsla á baki. Annar hringur mótsins hefst kl. 19:00 í kvöld og er sýndur í beinni á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.