Dagur er ekki dagfarsprúður Vigdís Hauksdóttir skrifar 19. ágúst 2020 16:00 Dagur B. Eggertsson var kosinn fyrst í borgarstjórn árið 2002. Þar hefur hann setið óslitið síðan eða í tæp 20 ár. Þegar aðilar sitja svo lengi á valdastóli þá fara þeir að sýna af sér hroka og yfirgengilega frekju. Hroka og frekju sem má lýsa sem svo: „ég á þetta – ég má þetta“. Honum mislíkar oft skoðanir og bókanir okkar í minnihlutanum. Hann hefur oft tekið reiðiköst á fundum og frussar á okkur skammaryrðum. Embættismenn sitja hnípnir hjá. Þetta er oft á tíðum ógnandi tilburðir sem líkja má við kúgun og þöggun. Hann telur að hann hafi boðvald yfir okkur, en það er siðlaust og óheiðarlegt því við sækjum okkar umboð til kjósenda en ekki hans eða ráðhússins. Á löngum valdatíma hefur hann komið sér upp ógnarstjórn. Það sjá allir sem sjá vila að það er eitthvað mikið að í ráðhúsinu. Í fjögur kjörtímabil hefur verið ógeðslegur, ógnvekjandi kúltúr í ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í valdastöðu nær allann tíman og hefur skapað þessi vinnubrögð. Ógeðskúltúrinn á kjörtímabilinu 2006-2010 var slíkur að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi var neyddur til að skila læknisvottorði áður en hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Á fyrsta fundi nýs meirihluta fylltist ráðhúsið af mótmælendum hins fallna meirihluta og voru með skrílslæti. Gestir á pöllunum hrópuðu: „Hættið við" og okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þessi meirihluti felldi Dag B. Eggertsson úr embætti borgarstjóra. Síðan þá má segja að fjandinn hafi verið laus í ráðhúsinu. Allir vita óstjórnina og ruglið sem átti sér stað á kjörtímabilinu 2010-2014. Kjörtímabilið 2014-2018 var hræðilegt kjörtímabil fyrir þá borgarfulltrúa sem ekki voru í náðinni hjá ógnarstjórnandanum. Skemmst er að minnast þess að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fékk aldrei vinnufrið og var beitt harkalegu andlegu ofbeldi af meirihlutanum. Kjartan Magnússon stóð líka upp í lok kjörtímabilsins og lýsti framkomu borgarfulltrúa meirihlutans í sinn garð. Hann lét eitt sinn bóka að hann hafi verið hrakyrtur og svívirtur af þáverandi formanni borgarráðs. Hefst nú nýtt kjörtímabil árið 2018 þar sem ég hlýt kosningu í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson er áfram aðal spaðinn í þessu öllu og nær að berja saman viðreistan meirihluta með Viðreisn. Hann heldur völdum – hann heldur á öllum spilunum og ógeðskúltúrinn heldur áfram. Snemma urðu harðir árekstrar. Fjandinn varð laus þegar lesið var upp úr nýföllnum dómi héraðsdóms að „yfirmenn ættu ekki að koma fram við undimenn sína eins og dýr í hringleikahúsi“ en sá dómur var borginni í óhag og var áminning fjármálastjóra ráðhússins felld úr gildi. Þessi orð lýsa ástandinu innan ráðhússins. Þarna komu kjörnir fulltrúar hvergi nærri. Dagur B. Eggertsson skýlir sér ætíð á bak við embættismenn borgarinnar þegar vond mál koma upp. Hann notar þá sem mannlegan skjöld og þeir þora ekki öðru en að taka skellinn fyrir borgarstjóra. Minnihlutanum er síðan kennt um og öllu snúið á haus. Dagur B. Eggertsson hefur ekki boðvald yfir kjörnum fulltrúum. Hann nær ekki að beisla okkur. Hann er að fríka út á því og hefur gert allt til að knésetja okkur og þá sérstaklega mig. Notuð er ógeðsleg, ólögleg vinnubrögð eins og „Rannsóknarréttur ráðhússins.“ Á milli er smánun notuð bæði á fundum og í fjölmiðlum. Stundum eru ofsareiðiköst notuð til að fá okkur ofan af bókunum. Stundum er embættismönnum beitt á forarið og við kölluð „tuddar á skólalóð“. Mér var hótað með siðanefnd Samtaka íslenskra sveitarfélaga sem síðan reyndis lygi. Embættismaður birtir í tvígang ærumeiðandi langhund/status á facebook um kjörinn fulltrúa. Eineltisteymi ráðhússins varð að fella niður mál á hendur mér því engin innistæða var fyrir upplognum og alvarlegum ásökunum á mig. Öllum brögðum er beitt án árangurs því í það minnsta ég veit upp á hár hver eru valdmörk kjörinna fulltrúa og embættismanna. Þessi vinnubrögð eru siðlaus og ógeðfelld. Dagur B. Eggertsson er samt ekki af baki dottinn og heldur áfram. Þetta er það nýjasta – við fengum sendan póst. Pósturinn var sendur til borgarráðsfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í borgarráði og innihélt eftirfarandi skilaboð: „Yfirstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í júní sl. að gera mat á starfsumhverfi og úttekt á sálfélagslegum þáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem kemur reglulega fyrir borgarráð. Nú er komið að því að hefja þessa vinnu og munu viðtöl við þann hóp sem skilgreindur var til þátttöku hefjast fljótlega.“ Þessi rannsókn var ekki borin undir okkur í minnihlutanum og enginn fundur var haldinn þar sem þessi ákvörðun var til umræðu. Ekki er heldur búið að spyrja útsvarsgreiðendur í borginni hvort þeir séu tilbúnir að sjá á eftir útsvarinu í svona lýðskrum sem er eingöngu til þess fallið að taka niður kjörna fulltrúa. Síðan sagði í póstinum: „Hlutverk þjónustuaðila verður að meta starfsumhverfi og gera úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem ýmist situr eða kemur reglulega fyrir fundi borgarráðs. Óskað var eftir úttekt á eftirfarandi þáttum: eðli starfs, aðstæður á vettvangi borgarráðs, hvernig vinna fer fram á vettvangi borgarráðs og samskipti starfsfólks við kjörna fulltrúa vegna borgarráðs. Ástæða úttektarinnar er að Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur hafa borist ábendingar um að skoða þurfi starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem situr fundi borgarráðs eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á starfsöryggi starfsfólks síns og skal tryggja starfsfólki öruggt og gott starfsumhverfi á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Til að fá góða mynd að því starfsumhverfi sem um ræðir er nauðsynlegt að heyra frá aðilum sem sitja fundi borgarráðs eða þurfa reglulega að koma fyrir borgarráð. Bæði verður því starfsfólki sem sitja fundi borgarráðs eða koma reglulega fyrir borgarráð boðið að koma í viðtöl hjá þjónustuaðila ásamt borgarráðsfulltrúum.“ Það er verið að etja saman kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Það er svar Dags B. Eggertssonar við margra ára ógeðfelldum samskiptum í ráðhúsinu sem eru á ábyrgð hans sjálfs. Hann sjálfur hefur viðhaldið þessum vinnubrögðum um margra, margra ára skeið. Einn maður ber ábyrgð á þessu ástandi – það er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar – Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var kosinn fyrst í borgarstjórn árið 2002. Þar hefur hann setið óslitið síðan eða í tæp 20 ár. Þegar aðilar sitja svo lengi á valdastóli þá fara þeir að sýna af sér hroka og yfirgengilega frekju. Hroka og frekju sem má lýsa sem svo: „ég á þetta – ég má þetta“. Honum mislíkar oft skoðanir og bókanir okkar í minnihlutanum. Hann hefur oft tekið reiðiköst á fundum og frussar á okkur skammaryrðum. Embættismenn sitja hnípnir hjá. Þetta er oft á tíðum ógnandi tilburðir sem líkja má við kúgun og þöggun. Hann telur að hann hafi boðvald yfir okkur, en það er siðlaust og óheiðarlegt því við sækjum okkar umboð til kjósenda en ekki hans eða ráðhússins. Á löngum valdatíma hefur hann komið sér upp ógnarstjórn. Það sjá allir sem sjá vila að það er eitthvað mikið að í ráðhúsinu. Í fjögur kjörtímabil hefur verið ógeðslegur, ógnvekjandi kúltúr í ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í valdastöðu nær allann tíman og hefur skapað þessi vinnubrögð. Ógeðskúltúrinn á kjörtímabilinu 2006-2010 var slíkur að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi var neyddur til að skila læknisvottorði áður en hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Á fyrsta fundi nýs meirihluta fylltist ráðhúsið af mótmælendum hins fallna meirihluta og voru með skrílslæti. Gestir á pöllunum hrópuðu: „Hættið við" og okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þessi meirihluti felldi Dag B. Eggertsson úr embætti borgarstjóra. Síðan þá má segja að fjandinn hafi verið laus í ráðhúsinu. Allir vita óstjórnina og ruglið sem átti sér stað á kjörtímabilinu 2010-2014. Kjörtímabilið 2014-2018 var hræðilegt kjörtímabil fyrir þá borgarfulltrúa sem ekki voru í náðinni hjá ógnarstjórnandanum. Skemmst er að minnast þess að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fékk aldrei vinnufrið og var beitt harkalegu andlegu ofbeldi af meirihlutanum. Kjartan Magnússon stóð líka upp í lok kjörtímabilsins og lýsti framkomu borgarfulltrúa meirihlutans í sinn garð. Hann lét eitt sinn bóka að hann hafi verið hrakyrtur og svívirtur af þáverandi formanni borgarráðs. Hefst nú nýtt kjörtímabil árið 2018 þar sem ég hlýt kosningu í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson er áfram aðal spaðinn í þessu öllu og nær að berja saman viðreistan meirihluta með Viðreisn. Hann heldur völdum – hann heldur á öllum spilunum og ógeðskúltúrinn heldur áfram. Snemma urðu harðir árekstrar. Fjandinn varð laus þegar lesið var upp úr nýföllnum dómi héraðsdóms að „yfirmenn ættu ekki að koma fram við undimenn sína eins og dýr í hringleikahúsi“ en sá dómur var borginni í óhag og var áminning fjármálastjóra ráðhússins felld úr gildi. Þessi orð lýsa ástandinu innan ráðhússins. Þarna komu kjörnir fulltrúar hvergi nærri. Dagur B. Eggertsson skýlir sér ætíð á bak við embættismenn borgarinnar þegar vond mál koma upp. Hann notar þá sem mannlegan skjöld og þeir þora ekki öðru en að taka skellinn fyrir borgarstjóra. Minnihlutanum er síðan kennt um og öllu snúið á haus. Dagur B. Eggertsson hefur ekki boðvald yfir kjörnum fulltrúum. Hann nær ekki að beisla okkur. Hann er að fríka út á því og hefur gert allt til að knésetja okkur og þá sérstaklega mig. Notuð er ógeðsleg, ólögleg vinnubrögð eins og „Rannsóknarréttur ráðhússins.“ Á milli er smánun notuð bæði á fundum og í fjölmiðlum. Stundum eru ofsareiðiköst notuð til að fá okkur ofan af bókunum. Stundum er embættismönnum beitt á forarið og við kölluð „tuddar á skólalóð“. Mér var hótað með siðanefnd Samtaka íslenskra sveitarfélaga sem síðan reyndis lygi. Embættismaður birtir í tvígang ærumeiðandi langhund/status á facebook um kjörinn fulltrúa. Eineltisteymi ráðhússins varð að fella niður mál á hendur mér því engin innistæða var fyrir upplognum og alvarlegum ásökunum á mig. Öllum brögðum er beitt án árangurs því í það minnsta ég veit upp á hár hver eru valdmörk kjörinna fulltrúa og embættismanna. Þessi vinnubrögð eru siðlaus og ógeðfelld. Dagur B. Eggertsson er samt ekki af baki dottinn og heldur áfram. Þetta er það nýjasta – við fengum sendan póst. Pósturinn var sendur til borgarráðsfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í borgarráði og innihélt eftirfarandi skilaboð: „Yfirstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í júní sl. að gera mat á starfsumhverfi og úttekt á sálfélagslegum þáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem kemur reglulega fyrir borgarráð. Nú er komið að því að hefja þessa vinnu og munu viðtöl við þann hóp sem skilgreindur var til þátttöku hefjast fljótlega.“ Þessi rannsókn var ekki borin undir okkur í minnihlutanum og enginn fundur var haldinn þar sem þessi ákvörðun var til umræðu. Ekki er heldur búið að spyrja útsvarsgreiðendur í borginni hvort þeir séu tilbúnir að sjá á eftir útsvarinu í svona lýðskrum sem er eingöngu til þess fallið að taka niður kjörna fulltrúa. Síðan sagði í póstinum: „Hlutverk þjónustuaðila verður að meta starfsumhverfi og gera úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem ýmist situr eða kemur reglulega fyrir fundi borgarráðs. Óskað var eftir úttekt á eftirfarandi þáttum: eðli starfs, aðstæður á vettvangi borgarráðs, hvernig vinna fer fram á vettvangi borgarráðs og samskipti starfsfólks við kjörna fulltrúa vegna borgarráðs. Ástæða úttektarinnar er að Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur hafa borist ábendingar um að skoða þurfi starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem situr fundi borgarráðs eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á starfsöryggi starfsfólks síns og skal tryggja starfsfólki öruggt og gott starfsumhverfi á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Til að fá góða mynd að því starfsumhverfi sem um ræðir er nauðsynlegt að heyra frá aðilum sem sitja fundi borgarráðs eða þurfa reglulega að koma fyrir borgarráð. Bæði verður því starfsfólki sem sitja fundi borgarráðs eða koma reglulega fyrir borgarráð boðið að koma í viðtöl hjá þjónustuaðila ásamt borgarráðsfulltrúum.“ Það er verið að etja saman kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Það er svar Dags B. Eggertssonar við margra ára ógeðfelldum samskiptum í ráðhúsinu sem eru á ábyrgð hans sjálfs. Hann sjálfur hefur viðhaldið þessum vinnubrögðum um margra, margra ára skeið. Einn maður ber ábyrgð á þessu ástandi – það er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar – Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun