Körfubolti

Pétur Rúnar spilar landsleik á afmælisdaginn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson fékk að sjálfsögðu köku í tilefni dagsins.
Pétur Rúnar Birgisson fékk að sjálfsögðu köku í tilefni dagsins. Mynd/KKÍ

Skagfirski körfuboltamaðurinn Pétur Rúnar Birgisson heldur upp á 24 ára afmælisdaginn sinn með því að spila landsleik út í Kósóvó.

Íslenska körfuboltalandsliðið mætir í dag heimamönnum í forkeppni fyrir undankeppni HM 2023 en strákarnir spila svo við Slóvakíu í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.

Leikurinn við Kósóvó er fyrsti leikur beggja liða í riðlinum og því mikilvægt fyrir báðar þjóðir að byrja keppnina vel.

Það er vonandi að íslenski bakvörðurinn fá sigur í afmælisgjöf.

Pétur Rúnar Birgisson er fæddur 20. febrúar 1996 en hann hefur spilað allan feril sinn hjá Tindastól.

Þetta verður tíundi A-landsleikur hans en sá fyrsti síðan í vináttuleik á móti Norðmönnum í september 2018.

Pétur hefur leikið tvo aðra leiki í undankeppni en þeir voru á móti Finnum og Tékkum í febrúar fyrir tveimur árum síðan.

Pétur Rúnar fékk að sjálfsögðu afmælisköku á hóteli landsliðsins eins og kemur fram á fésbókarsíðu KKÍ.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.