Enski boltinn

Gat ekki valið á milli Sancho og Werner og vill þá báða til Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Timo Werner og Jadon Sancho eru orðaðir við Evrópumeistaranna.
Timo Werner og Jadon Sancho eru orðaðir við Evrópumeistaranna. vísir/getty

Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, vill að félagið opni veskið í sumar og kaupi bæði Jadon Sancho og Timo Werner.Báðir hafa þeir verið orðaðir við félagið og eru líkur á að eitthvað gerist í sumarglugganum. Sancho leikur með Dortmund og Werner með Leipzig.„Liverpool þarf að fá topp sóknarmenn í sumar. Sancho eða Werner? Ég tek þá báða,“ sagði Carragher í samtali við Viasport.„Þeir þurfa ekki að láta neinn fara. Bara að bæta við hópinn sem þeir eru með. Ekki gleyma því að Liverpool keypti ekki neinn leikmann síðasta sumar svo það ætti að vera nóg af peningum sem hægt er að eyða.“

Sadio Mane var tekinn af velli í hálfleik gegn Atletico Madrid á þriðjudagskvöldið því Jurgen Klopp var hræddur um að hann myndi fá rautt spjald. Inn í hans stað kom Divock Origi.„Sadio Mane kom útaf og leikmaðurinn sem kemur inn í staðinn er Divock Origi sem er Liverpool goðsögn eftir það sem gerðist á Wanda Metropolitano á síðasta ári en hann er ekki nægilega góður fyrir besta lið í heimi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.