Fótbolti

Christian Fruchtl hafnaði Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Christian Fruchtl hafnaði Liverpool í janúar.
Christian Fruchtl hafnaði Liverpool í janúar. vísir/getty

Christian Fruchtl, þriðji markvörður Bayern Munchen, er sagður hafa hafnað tilboði frá Evrópumeisturum Liverpool í desember.

Þessi 20 ára markvörður var sagður vilja burt frá Bayern á láni í desember en hann er vilja spila meira.

Liverpool á að hafa sett sig í samband við Bayern um að fá hann til þess að vera varamarkvörður fyrir Alisson.
Samkvæmt fjölmiðlum Sport1 hafnaði Fruchtl boðinu því hann vill fara til félags þar sem hann spilar reglulega. Hann sá ekki fram á það hjá Liverpool enda Alisson fastur með stöðuna þar.

Sá þýski er þriðji markvörður Bayern. Hann er á eftir Manuel Neuer og Sven Ulreich í röðinni og í sumar mun Alexander Nubel koma til félagsins. Því mun Fruchtl væntanlega færast enn aftar í röðina.

Christian Fruchtl hefur verið í herbúðum Bayern frá 2014. Hann hefur leikið 56 leiki fyrir varalið félagsins en ekki náð að leika með aðalliði félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.