Að takast á við óvissu Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 15:15 Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun