Viðskipti erlent

Harry og Meg­han munu hætta að nota vöru­merkið Sus­sex­Royal

Atli Ísleifsson skrifar
Meghan og Harry tilkynntu í síðasta mánuði að þau hugðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.
Meghan og Harry tilkynntu í síðasta mánuði að þau hugðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Getty

Harry Bretaprins og Meghan, hertoginn og hertogaynjan af Sussex, munu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum.

BBC segir frá því að Harry og Meghan hafi átt í viðræðum við aðstoðarfólk og annað kóngafólk að undanförnu varðandi notkun á vörumerkinu eftir að þau tilkynntu í síðasta mánuði að þau hugðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.

Talsmaður hjónanna segir að samþykkt hafi verið að orðið „royal“ (í. konunglegur) yrði ekki notað vegna opinberra reglna. Þá hafi umsóknir um skráningu vörumerkis á „SussexRoyal“ einnig verið dregnar til baka.

Þau Harry og Meghan hafa notast við „SussexRoyal“ á Instagram-reikningi sínum og á vefsíðu sinni.

Talsmaður Harry og Meghan segir að þau séu staðráðin í að koma á fót nýrri góðgerðarstofnun sinni í vor. Hún mun þó ekki bera nafnið Sussex Royal Foundation líkt og fyrst var talið.

Jonny Dymond, fréttamaður BBC sem fjallar um málefni bresku konungsfjölskyldunnar, segir að niðurstaðan sé áfall fyrir þau Harry og Meghan. SussexRoyal sé þeirra merki og mjög vinsælt á samfélagsmiðlum, en nú þurfi þau einfaldega að lúta því að vera ekki lengur „royal“.


Tengdar fréttir

Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori

Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni.

Harry prins floginn til Vancou­ver

Harry Bretaprins er kominn til Kanada eftir að hann og Meghan, eiginkona hans, tilkynntu að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×