Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 11:20 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sakar SI um ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum um upprunaábyrgðir. vísir/vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30