Körfubolti

Harden og Westbrook óstöðvandi gegn Utah | Engin vandamál hjá Milwaukee

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook hefur leikið vel að undanförnu.
Westbrook hefur leikið vel að undanförnu. vísir/getty

James Harden og Russell Westbrook fóru mikinn þegar Houston Rockets sigraði Utah Jazz, 110-120, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Harden skoraði 38 stig og Westbrook 34. Saman voru þeir því með 72 af 120 stigum Houston sem hefur unnið þrjá leiki í röð.


Sex aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Milwaukee Bucks, besta lið deildarinnar, átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Philadelphia 76ers, 119-98. Milwaukee hefur unnið 26 af 29 heimaleikjum sínum í vetur.

Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig fyrir Milwaukee á aðeins 29 mínútum. Hann tók einnig 17 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 25 stig og tók níu fráköst.


Los Angeles Clippers tapaði þriðja leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Sacramento Kings, 103-112, á heimavelli.

Kent Bazemore skoraði 23 stig fyrir Sacramento sem hefur unnið tvo leiki í röð.

Kawhi Leonard skoraði 31 stig fyrir Clippers en hinir fjórir í byrjunarliðinu voru aðeins með samtals 26 stig.

Úrslitin í nótt:
Utah 110-120 Houston
Milwaukee 119-98 Philadelphia
LA Clippers 103-112 Sacramento
Charlotte 86-115 Brooklyn
Atlanta 111-107 Dallas
Miami 124-105 Cleveland
Chicago 104-112 Phoenix

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.