Kjarasamning STRAX! Sandra B. Franks skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun