Kjarasamning STRAX! Sandra B. Franks skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun