Enski boltinn

Maðurinn á bak­við Evrópu­ævin­týri Grikkja árið 2004 hrósar Klopp í há­stert

Anton Ingi Leifsson skrifar
Otto og Klopp eru báðir þýskir og hafa báðir gert frábæra hluti á sínum þjálfaraferli.
Otto og Klopp eru báðir þýskir og hafa báðir gert frábæra hluti á sínum þjálfaraferli. vísir/getty/samsett

Otto Rehhagel, maðurinn sem stýrði Grikklandi til sigurs á EM 2004 svo eftirminnalega, segir að Jurgen Klopp geti þjálfað öll lið í heiminum. Hann geti einfaldlega þjálfað það lið sem honum langi til þess að þjálfa.

Klopp stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og er á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool í ár. Það yrði í fyrsta skipti í 30 ár að rauðklædda Bítlaborgarliðið myndi lyfta Englandsmeistaratitlinum.

Otto segir að samlandi sinn geti valið sér næstu verkefni.

„Ferill Jurgen er einstakur, bara stórkostlegur. Ég var áhyggjufullur að hann myndi ekki tapa fótboltaleik!“ sagði Otto við Bild og hélt áfram: „Jurgen getur talað við leikmenn og Liverpool á fullt af pening en hann hefur valið rétt með þá sem leikmenn sem hann hefur fengið.“







„Ég veit ekki hvar ferill hans mun enda. Hann er enn ungur og vill halda áfram að þróast. Enski meistaratitillinn er mikilvægur fyrir hann. Hann getur gert allt í framtíðinni.“

„Hann gæti orðið landsliðsþjálfari, þjálfað Bayern - allt sem hann vill. Allar dyr standa honum opnar,“ sagði Otto.

Liverpool tapaði fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Liðið verður aftur í eldlínunni í kvöld er liðið mætir West Ham á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×