Handbolti

Seinni bylgjan: „Allt­of margir leik­menn Hauka sem eru ekki að spila á eðli­legri getu“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Það gengur ekki né rekur hjá Haukum í Olís-deild karla þessar vikurnar. Liðið hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót og er komið niður í 3. sætið eftir að hafa setið á toppnum um jólin.

Um helgina tapaði liðið fyrir Aftureldingu á heimavelli og strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir stöðuna á Hauka-liðinu í þætti sínum í gærkvöldi.

„Það er rosalega erfitt að segja eitthvað eitt sem er að. Það er taktleysi sóknarlega. Þeir eru ekki að finna tímann á boltann,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. „Núna eru menn búnir að lesa menn eins og Atla og þeir komast ekki á sínar flugbrautir og ná ekki sínum auðveldu mörkum.“

Ágúst Jóhannsson, annar spekingur þáttarins, tók í sama streng og sagði að leikmenn liðsins ættu að taka ábyrgð.

„Ég er búinn að segja það hérna áður og ætla að halda mig við það að það eru alltof margir leikmenn hjá Haukum sem eru ekki að spila á eðlilegri getu. Þeir eru ekki að sýna nægilegan stöðugleika eins og þeir voru að gera fyrir áramót.“

„Atli Báru hefur ekki náð sér á strik, Tjörvi og Ásgeir einnig. Adam er leikmaður sem á að vera lykilmaður í Haukunum og alvöru skytta en hann byrjaði ágætlega og var fínn í lokin. Þetta snýst ekki um að fara skipta um leikkerfi en leikmenn þurfa að fara skjóta betur og framkvæma hlutina betur.“

Allt innslagið má sjá hér að ofan þar sem farið er enn frekar ofan í þaulana á gengi Hauka og hvað Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, gæti gert.

Klippa: Seinni bylgjan: Slakt gengi Hauka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×