Handbolti

Seinni bylgjan: Lunkinn þjálfari Ís­lands­meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot

Ágúst Jóhannsson er þjálfari þrefaldra meistara Vals í handbolta kvenna en hann er ekki bara lunkinn þjálfari því hann var einnig liðtækur handboltamaður á sínum tíma.

Seinni bylgjan var á dagskrá í gærkvöldi þar sem Ágúst var einn sérfræðinganna en undir lok þáttarins var brugðið á það ráð að sýna gamla klippu af Ágústi.

Farið var í gullkistuna og fundið klippa með Ágústi í leik með KR gegn Haukum. Ágúst leikur þá á vörn Hauka og setur hann undir Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörð í markinu.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að ofan.

Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif GústaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.