Tónlist

Kaleo sló í gegn hjá Stephen Colbert

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaleo í fyrsta sinn hjá Stephen Colbert.
Kaleo í fyrsta sinn hjá Stephen Colbert.

Íslenska rokksveitin Kaleo steig á svið hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gærkvöldi og komu heldur betur vel fyrir.

Kaleo flutti lagið I Want More sem er lag á komandi plötu sveitarinnar en þetta er í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í The Late Show with Stephen Colbert.

Sveitin er að fara af stað á Bandaríkjatúr sinn um þessar mundir og munu koma til með að koma fram víðsvegar í landinu næstu vikur.

Hér að neðan má sjá flutning þeirra frá því í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.