Tónlist

Kaleo sló í gegn hjá Stephen Colbert

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaleo í fyrsta sinn hjá Stephen Colbert.
Kaleo í fyrsta sinn hjá Stephen Colbert.

Íslenska rokksveitin Kaleo steig á svið hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gærkvöldi og komu heldur betur vel fyrir.

Kaleo flutti lagið I Want More sem er lag á komandi plötu sveitarinnar en þetta er í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í The Late Show with Stephen Colbert.

Sveitin er að fara af stað á Bandaríkjatúr sinn um þessar mundir og munu koma til með að koma fram víðsvegar í landinu næstu vikur.

Hér að neðan má sjá flutning þeirra frá því í gærkvöldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.