Golf

Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy er besti kylfingur heims í dag.
Rory McIlroy er besti kylfingur heims í dag. Getty/Ben Jared

Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum.

Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo.

Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur.


Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig.

Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo.

Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.