Enski boltinn

Steve McClaren segir að Van Dijk sé sá eini hjá Liverpool sem kæmist í 1999 liðið hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool og Manchester United unnu bæði Meistaradeildina með þessum liðum.
Liverpool og Manchester United unnu bæði Meistaradeildina með þessum liðum. Samsett/Getty

Fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga telur að flestir af stjörnuleikmönnum Liverpool í dag séu ekki nógu góður til að komast í þrennulið Manchester United frá 1998-99 tímabilinu.

Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og það hefur kallað á samanburð við önnur frábær ensk lið í gegnum tíðina.

Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á ss dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan meistaradeildina eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma.



En stenst þetta Liverpool liðið í dag, ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari félagsliða, samanburð fyrir United liðið frá því fyrir rúmum tuttugu árum?  

Sky Sports er nú að bjóða upp á það að velja eitt ellefu manna úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool 2019-20 og Manchester United 1998-99.

Steve McClaren bar aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson þetta 1998-99 tímabil en hann stýrði seinna Middlesbrough, enska landsliðinu og Newcastle United svo einhver lið séu nefnd.

McClaren er á því að aðeins einn leikmaður úr Liverpool liðinu kæmist í þetta úrvalslið. Það er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk. „Virgil van Dijk við hlið Jaap Stam. Það kæmist enginn framhjá þeim,“ sagði Steve McClaren við Sky Sports.

„Að mínu mati væri það aðeins Van Dijk sem kæmist í þetta United lið. Þegar þú horfir á þetta Manchester United lið þá sérðu leiðtoga út um allan völl. Leiðtogahæfni liðsins var lykilatriðið,“ sagði McClaren.

Manchester United frá 1998-99 spilaði 4-4-2 en Liverpool liðið í dag spilar 4-3-3. Hér er hægt að kjósa í liðið og nú er að sjá hvort stuðningsmenn félaganna á Íslandi geti látið eitthvað til sín taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×