Körfubolti

Byrjun Zion Williamson þegar orðin söguleg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Williamson hefur byrjað vel í NBA-deildinni.
Zion Williamson hefur byrjað vel í NBA-deildinni. Getty/Layne Murdoch Jr.

Bandaríski körfuboltamaðurinn Zion Williamson lét bíða eftir sér á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni en frammistaðan hans hefur ekki ollið miklum vonbrigðum.

Zion Williamson skoraði 31 stig á 28 mínútum í nótt í sigri New Orleans Pelicans á Portland Trail Blazers og var einnig með 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Zion Williamson er aðeins þriðji leikmaðurinn á síðustu þremur áratugum sem nær að skora sjö sinnum yfir tuttugu stig í fyrstu tíu leikjum sínum í NBA-deildinni.

Zion Williamson er meira segja að ná þessu í níu leikjum sem er meira en hinir tveir, Grant Hill og Shaquille O´Neal gátu státað af.


Zion Williamson hefur skorað 21,0 stig og tekið 7,7 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu níu leikjum sínum með New Orleans Pelicans þrátt fyrir að spila „bara“ 27,0 mínútur að meðaltali. Hann hefur nýtt 57,6 prósent skota sinna og er einnig með 2,3 stoðsendingar í leik.

New Orleans Pelicans hefur nú unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og er nú fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Með sama áframhaldi gæti liðið unnið sér sæti í úrslitakeppninni strax á fyrsta tímabili Zion Williamson með liðinu en liðið þarf þá reyndar mjög góðan endasprett.


Fyrstu níu leikir Zion Williamson með New Orleans Pelicans:
Tap fyrir San Antonio Spurs - 22 stig á 18 mínútum
Tap fyrir Denver Nuggets - 15 stig á 21 mínútu
Sigur á Boston Celtics - 21 stig á 27 mínútum (11 fráköst)
Sigur á Cleveland Cavaliers - 14 stig á 30 mínútum (9 fráköst)
Sigur á Memphis Grizzlies - 24 stig á 29 mínútum
Tap fyrir Houston Rockets - 21 stig á 33 mínútum (10 fráköst)
Tap fyrir Milwaukee Bucks - 20 stig á 32 mínútum (5 stoðsendingar)
Sigur á Chicago Bulls - 21 stig á 25 mínútum
Sigur á Portland Trail Blazers - 31 stig á 28 mínútum (9 fráköst, 5 stoðsendingar)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.