Viðskipti innlent

Hjörtur tekur við rekstrar­sviði Ís­lands­hótela

Atli Ísleifsson skrifar
Hjörtur Valgeirsson hefur frá árinu 2016 starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík.
Hjörtur Valgeirsson hefur frá árinu 2016 starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík. Íslandshótel

Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.

Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að Hjörtur hafi lokið BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifast með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.

„Hjörtur hefur starfað við hótelstörf frá árinu 1998 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði hann í Kína við veitingarekstur og gæðastjórnun.

Hjörtur var í stjórnendateymi við innleiðingu á fyrsta Hilton hóteli Íslands á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hann starfaði í 3 ár. Einnig hefur Hjörtur starfað á The Halkin London og Crowne Plaza London.

Á árunum 2014 – 2016 starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti. Frá árinu 2016 hefur Hjörtur starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli landsins og stýrt þar að auki veitingastöðunum Haust Restaurant og Bjórgarðinum,“ segir í tilkynningunni.

Íslandshótel á og rekur sautján hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnu hótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og fimmtán Fosshótel víðs vegar um land. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
0,72
2
6.384
ICESEA
0,1
2
14.840

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,68
24
114.167
REGINN
-3,65
1
14.711
EIK
-3,59
8
159.281
SJOVA
-3,31
2
33.896
VIS
-3,1
9
131.260
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.