Enski boltinn

Segja Liverpool vera á undan Man. United í kapphlaupinu um Jadon Sancho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho á fleygiferð í leik með Borussia Dortmund.
Jadon Sancho á fleygiferð í leik með Borussia Dortmund. Getty/Jörg Schüler

Þýska liðið Borussia Dortmund mun selja enska landsliðsmanninn Jadon Sancho í sumar en ekki endilega til Manchester United eins og margir bjuggust við í gær.

Enski stórliðin hafa mikinn áhuga á þessum frábæra leikmanni sem hefur blómstrað hjá liði Borussia Dortmund.

Í ensku slúðurblöðunum í morgun er skrifað um það að Liverpool hafi tekið forystu í kapphlaupinu um Jadon Sancho sem gæti kostað um hundrað milljónir punda.



Liverpool fær hins vegar næga samkeppni við því Manchester City, Manchester Utd, Chelsea, Real Madrid og Barcelona hafa öll áhuga á honum líka.

Það er kannski ekkert skrýtið því Jadon Sancho heldur upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði og þrátt fyrir ungan aldur hefur farið á kostum með Borussia Dortmund á síðustu tveimur tímabilum.

Á þessu tímabili er hann með 12 mörk og 14 stoðsendingar í aðeins 19 leikjum í þýsku deildinni og var auk þess með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni.

Jadon Sancho hefur spilað ellefu landsleiki fyrir England og er með 2 mörk og 3 stoðsendingar í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×