Skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í NBA með „handboltaskoti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Steven Adams í leiknum gegn New Orleans Pelicans í nótt. vísir/getty Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp.
NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30