Það gustar víða Drífa Snædal skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa.
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar