Handbolti

Lovísa með tíu í öruggum sigri Vals

Sindri Sverrisson skrifar
Lovísa Thompson skoraði tíu í kvöld.
Lovísa Thompson skoraði tíu í kvöld. vísir/bára

Lovísa Thompson var í stuði í kvöld þegar meistarar Vals unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 32-22, í fyrsta leik 16. umferðar Olís-deildarinnar í handbolta.

Valur var á heimavelli og var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Lovísa skoraði 10 mörk fyrir heimakonur, Ragnhildur Edda Þórðardóttir var næstmarkahæst með 5 mörk og Arna Sif Pálsdóttir skoraði 4, en Roberta Ivanauskaite skoraði 7 fyrir Aftureldingu.

Valskonur eru stigi á eftir toppliði Fram sem tekur á móti ÍBV á mánudag. Afturelding er án stiga á botninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.