Handbolti

Viktor, Óðinn og Arnar höfðu betur í Íslendingaslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markvörslur Viktors voru lykillinn að sigri GOG í dag.
Markvörslur Viktors voru lykillinn að sigri GOG í dag. Vísir/Bára

GOG hafði naumlega betur gegn Skjern í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, lokatölur leiksins 28-27. Leikur dagsins var einkar jafn og munurinn á liðunum sjaldnast meira en eitt mark. Gestirnir í Skjern náðu þó þriggja marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 10-7. Sú forysta var hins vegar komin niður í eitt mark þegar flautað var til hálfleiks. Staðan þá 15-14 Skjern í vil.Áfram hélt leikurinn að sveiflast fram og til baka í síðari hálfleik en Skjern virtist þó alltaf skrefi á undan. Eða allt þangað til Viktor Gísli Hallgrímsson fann taktinn í marki heimamanna og varði vel á mikilvægum augnablikum leiksins. Markvörslur hans gáfu GOG möguleikann á að ná tveggja marka forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Staðan þá 27-25 og tókst GOG á endanum að sigla stigunum tveimur heim með eins marks sigri, lokatölur 28-27.Viktor Gísli varði 12 skot í marki GOG og þá skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson þrjú mörk. Arnar Freyr Arnarsson komast ekki á blað. Í liði Skjern skoraði Elvar Örn Jónsson átta mörk og var markahæstur í þeirra liði. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson þrjú mörk í markinu.GOG er eftir sigurinn með 26 stig í 3. sæti deildarinnar á meðan Skjern er í því 5. með 23 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.