Körfubolti

LeBron kann að velja sér réttu leikmennina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fagnar sigri í nótt.
LeBron James fagnar sigri í nótt. Getty/Jesse D. Garrabrant

LeBron James hefur unnið alla þrjá Stjörnuleikina síðan að núverandi kerfi var tekið upp og tveir atkvæðamestu leikmenn kosningarinnar fóru að kjósa í lið.LeBron James og félagar hans unnu 157-155 sigur á liði Giannis Antetokounmpo í nótt.LeBron og Giannis höfðu kosið í sín lið og eftir að hafa skoðað leikmannahópanna þarf það kannski ekki að koma mikið á óvart að lið LeBron James hafi unnið leikinn í nótt.LeBron James vann einnig lið Giannis Antetokounmpo í fyrra og fyrir tveimur árum hafði hann betur á móti liði sem var kosið af Stephen Curry. Lið LeBrons vann 178-164 í fyrra og fagnaði 148-145 sigri í hitt í fyrra.LeBron James var valinn mikilvægasti leikmaður stjörnuleiksins fyrir tveimur árum en Kevin Durant fékk þau verðlaun í fyrra. Nú var búið að endurskíra þau Kobe Bryant bikarinn og Kawhi Leonard fékk hann fyrstur allra eftir þá breytingu.LeBron James hefur líka átt mikinn þátt í sjálfur að þessir leikir hafa unnist. Hann var með 23 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar í nótt, í fyrra var hann með 19 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og fyrir tveimur árum skoraði hann 29 stig, tók 10 fráköst og 8 stoðsendingar.NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.