Liver­pool rúm­lega 70% með boltann í Madríd en tapaði samt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Saúl fagnar sigurmarkinu
Saúl fagnar sigurmarkinu vísir/getty

Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Evrópumeistararnir réðu ferðinni en Atletico skoraði eina mark leiksins.

Markið úr leiknum má sjá með því að smella hér.

Það var rosalegur kraftur í Atletico í upphafi leiks og strax á 4. mínútu komust þeir yfir. Eftir smá darraðardans eftir hornspyrnu barst boltinn á Saúl sem kom boltanum í netið.
Eftir markið tóku gestirnir frá Liverpool öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi og voru heppnir að lenda ekki 2-0 undir er Alisson varði dauðafæri Alvaro Morata á 26. mínútu.

Mo Salah fékk besta færi Liverpool í fyrri hálfleiks er hann var aleinn í kringum vítapunktinn en skot hans fór í varnarmann og í hornspyrnu. Staðan 1-0 fyrir Atletico í hálfleik.
Svipuð leikmynd var í síðari hálfleiknum. Liverpool stjórnaði ferðinni en gekk illa að skapa sér mörg opin marktækifæri gegn þéttum varnarmúr Atletico. Salah fékk fínt færi eftir tíu mínútur en skalli hans framhjá.

Jordan Henderson fékk svo gott færi úr teignum stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Divock Origi en inn vildi boltinn ekki. Lokatölur 1-0.
Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield miðvikudaginn 11. mars.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.