Viðskipti innlent

Björgólfur kveður Samherja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson við tímabundnu forstjóraskiptin í nóvember.
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson við tímabundnu forstjóraskiptin í nóvember. Vísir/Sigurjón

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sína í aðalstjórn Sjóvá en það kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndar Sjóvá sem birt var í tilkynningu til Kauphallar í dag.

Björgólfur tók við starfinu þann 14. nóvember eftir að tilkynnt var að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi stíga til hliðar í kjölfar Samherjaskjalana svokölluðu. Útgerðarfyrirtækið er til rannsóknar vegna gruns um að hafa greitt embættismönnum í Namibíu til að komast yfir kvóta þar í landi.

Björgólfur segist í samtali við fréttastofu reikna með því að Þorsteinn Már tæki aftur við forstjórastöðunni hjá Samherja þegar hann kveður í mars. 

Fram kom í nóvember þegar forstjóraskiptin tímabundnu urðu að um væri að ræða aðgerð þar til helstu niðurstöður innri rannsóknar á starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu lyki. Um er að ræða rannsókn norsku lögmannastofunnar Wikborg Rein sem Samherji greiðir fyrir að rannsaka málið.

Því til viðbótar er málið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Fjölmargir embættismenn í Namibíu hafa verið handteknir vegna málsins. Þá var íslenskur skipstjóri hjá dótturfélagi Samherja sektaður um eina milljón króna á dögunum fyrir ólöglegar veiðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,1
101
26.269
SYN
3,37
13
30.079
VIS
2,71
10
213.106
TM
1,89
8
172.054
ORIGO
1,67
11
21.114

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,8
4
118.224
MAREL
-1,11
37
497.140
SIMINN
-0,64
9
201.477
ARION
-0,51
11
136.023
FESTI
-0,38
10
286.850
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.