Atvinnulíf

Stundum gott að vera latur í vinnunni

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það eru kannski ekkert margir sem viðurkenna að þeir séu latir. Þó eflaust einhverjir sem sem viðurkenna að vera í stundum latir. Gleðitíðindinn fyrir þessa aðila eru: Það getur margborgað sig að vera stundum latur í vinnunni!
Það eru kannski ekkert margir sem viðurkenna að þeir séu latir. Þó eflaust einhverjir sem sem viðurkenna að vera í stundum latir. Gleðitíðindinn fyrir þessa aðila eru: Það getur margborgað sig að vera stundum latur í vinnunni! Vísir/Getty

Það eru kannski ekkert margir sem viðurkenna að þeir séu latir. Þó eflaust einhverjir sem sem viðurkenna að vera í stundum latir. Gleðitíðindinn fyrir þessa aðila eru: Það getur margborgað sig að vera stundum latur í vinnunni!

Já, skringilegt nokk þá segir rithöfundurinn Chris Baily að það að vera stundum latur í vinnunni sé bara hið besta mál. Reyndar segir Baily að það sé ákveðin „list“ fólgin í því að vera latur. Það sem gerir yfirlýsinguna kannski svolítið sérstaka er að Chris Baily er höfundur bókarinnar „Hyperfocus: How to Be More Productive in a World of Distraction“ sem eins og nafnið gefur til kynna gengur út á að kenna fólki hvernig það getur verið sem skilvirkast í umhverfi þar sem svo margt getur truflað okkur.

Að sögn Bailys fáum við bestu hugmyndirnar þegar við erum löt. Þetta rökstyður hann með tilvísun í rannsókn þar sem niðurstöður sýndu að þegar við leyfum huganum að reika hugsum við í 48% tilvika um framtíðina, í 28% tilvika um núið og í 12% tilvika um fortíðina.

Það er einkum þrennt sem Baily segir skýra það út hvers vegna það borgar sig hreinlega að vera stundum svolítið löt.

1. Við fáum hvíld.

Þótt letin standi ekki lengi yfir náum við að hlaða aðeins batteríin. Það eitt og sér gerir okkur skilvirkari síðar.

2. Við skipuleggjum okkur.

Samkvæmt rannsóknum erum við 14 sinnum líklegri til að hugsa um framtíðina þegar við erum slök. Þetta þýðir að það er á þessum stundum sem við hugsum oft um langtímaplönin okkar (það hvort við fylgjum þeim síðan eftir er kapítuli út af fyrir sig).

3. Við fáum hugmyndir.

Þar sem heilinn skiptir hugsunum okkar í þrennt (framtíð, núið og fortíð) náum við oft að tengja þessa þrjá hluti saman. Ný hugmynd gæti til dæmis allt í einu poppað upp í kollinn þar sem við rifjum upp eitthvað sem við lásum fyrir nokkrum vikum síðan, sem er einmitt eitthvað sem gæti hjálpað til við að leysa verkefni sem við erum að vinna að eða eigum eftir að ráðast í.


Tengdar fréttir

Frestunaráráttan: Að komast út úr vítahringnum

Stundum er frestunarárátta meðfædd en oft er hægt að vinna sig út úr þeim vítahring að fresta sumum hlutum ítrekað segir Arnar Sveinn Geirsson verkefnastjóri hjá Auðnast. Við fáum samviskubit og líður illa ef við festumst í vítahring frestunaráráttu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.