Þriðja barnið er æðislegur íshellir Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. október 2025 07:03 Birgitta Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Into The Glacier, byrjaði fyrst að vinna hjá fyrirtækinu samhliða háskólanámi. En tók við rekstrinum árið 2023 og vatt sér þá strax í það spennandi verkefni að endurbyggja manngerða íshelli fyrirtækisins í Langjökli. Enda elskar Birgita jökla! Vísir/Anton Brink „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! Að ung kona veiti svona fyrirtæki forystu er í raun athyglisvert út af fyrir sig. Ekki aðeins vegna þess að þetta er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á upplifanir inni í manngerðum jöklahelli á Langjökli, heldur líka vegna þess að til að komast þangað þarf að keyra á soddan trukkum að það er leit af öðru eins. „Já monster-trukkarnir okkar eru breyttir herbílar frá Þýskalandi sem voru víst notaðir til að flytja sprengjuflaugar,“ segir Birgitta. Sem sjálfri finnst ekki verra þegar eitthvað smá vesen gerist upp á jökli. Eða „bras“ eins og hún kallar það. „Ég man til dæmis eftir ferð upp á Langjökli í febrúar. Veðrið var svo brjálað að það sást ekki út um gluggana en við vorum í vettvangsferð í skólanum. Allir bílar festust og það tók okkur marga klukkustundir að losa um þá. Ferðin sem hófst klukkan 8 um morguninn, lauk því ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina, svo mikið bras var þetta,“ segir Birgitta en bætir við: Ég kom hins vegar heim og sagði einfaldlega: Þetta var besti dagur lífs míns!“ Því meira bras, því meira gaman segir Birgitta. Sem strax í æsku þræddi jöklana og hálendið með mömmu sinni. Sem Birgitta segir vera algjöran nagla. Enda nagli sjálf; nú framkvæmdastjóri Into the Glacier sem ferðast með ferðalanga í monster-trukkum í manngerðan íshelli í Langjökli. Mamman á jeppanum Birgitta tók við rekstri Into the Glacier árið 2023, en byrjaði þó að vinna þar miklu fyrr því samhliða námi og á sumrin vann Birgitta sem leiðsögumaður og því þekkir hún fyrirtækið í raun vel nánast frá upphafi. Birgitta er sjálf fædd árið 1993 og það er mjög auðheyrt að stærsta fyrirmyndin í hennar lífi er mamma hennar, Sigríður Ármannsdóttir. „Mamma var ein með okkur fjögur systkinin en það stoppaði hana þó ekki í því að fara með okkur í útivistarferðir. Við fórum til dæmis alltaf í aðventuferðina upp á Bása og ég hef eflaust farið í tjaldútilegur um hringveginn oftar en ég get talið,“ segir Birgitta og bætir við: „Þegar ég var 12 ára keypti mamma sér síðan jeppa og eftir það fórum við í endalausar ferðir um jökla og hálendi. Á unglingsárunum kunni Birgitta þó ekkert endilega að meta ferðirnar. „Ég stundi oft og spurði: Ooh, þarf ég að fara með….,“ segir Birgitta og hlær. Því ástríðan hennar í dag fyrir jöklum og hálendisferðum er svo sannarlega sprottin frá æskunni. „Þau voru líka ófá skiptin þar sem mamma keyrði á jeppanum og dró mig á snjóbrettinu upp á jökli,“ segir Birgitta og einfaldlega ljómar eins og sólin. Oooh, þarf ég að koma með?! spurði unglingurinn Birgitta oft mömmu sína, Sigríði Ármannsdóttur endurskoðanda. Sem veigraði sér ekkert við að ferðast á jeppa um jökla og hálendi, einstæð móðir með fjögur börn. En Birgitta er líka þakklát mömmu sinni í dag og segir hana sína stærstu fyrirmynd. Að vinna 220% Birgitta er gift Ísaki Guðna Pálssyni. Ísak starfar líka í ferðaþjónustunni, tengt bílum og hefur gert það frá unglingsaldri. Birgitta og Ísak eiga saman einn son en fyrir átti Birgitta einn son. Birgitta er með Bs. gráðu í ferðamálafræði ein meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Og það er kannski það síðarnefnda sem kemur meira á óvart, svona með tilliti til þess að elska ferðalög og upplifanir. „Ég hef alltaf verið góð í viðskiptum og stærðfræði en vildi ekki fara sömu leið og mamma eða systir mín. Því mamma er endurskoðandi og það ákvað systir mín að læra líka,“ segir Birgitta og brosir. „Ég var þó ekki nema hálfnuð með ferðamálafræðina þegar ég áttaði mig á því hversu mikinn áhuga ég hefði á viðskiptahlutanum og því bætti ég viðskiptafræðinni við.“ Það er síðan nokkuð spaugilegt að hlusta á Birgittu tala um námsárin og vinnuna. Því eins og svo margt ungt fólk, tók hún skeið þar sem vinnan var eiginlega 220%. „Ég starfaði hjá Wow air í fullu starfi, var í fullu námi og síðan í 20% starfi sem leiðsögumaður hjá Into the glacier,“ segir Birgitta og brosir. Þá komin með eitt barn því eldri sonur Birgittu, Egill Seljan, er fæddur árið 2012. Sá yngri, Nökkvi Þór er hins vegar fimm ára. „Ég vann hjá Wowair frá 2017 til ársins 2019 þegar það fór á hausinn. En þá fór ég í fullt starf hjá Into the Glacier og starfaði þá bæði á skrifstofunni og sem leiðsögumaður.“ Árið 2022 réði hún sig hins vegar til Landsvirkjunar þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í eitt ár. „Landsvirkjun er frábær vinnustaður. En ég var ekki að finna mig í því umhverfi. Eflaust vegna þess að ég einfaldlega elska svo mikið þessa bráðnandi jökla og elska allt í kringum þá.“ Birgitta ljómar eins og sólin þegar hún lýsir því hvernig það er að vera upp á jökli. Sem hún segir elska og lýsir því líka skemmtilega hvernig alls konar hljóð heyrist í íshelli, sem líka hreyfist með jöklinum. Birgitta er með Bs. gráðu í ferðamálafræði og meistaragráðu í fjármálum. Æðislegur íshellir Þegar Birgittu bauðst framkvæmdastjórastarfið hjá Into the Glacier var hún því ekki lengi að hugsa málin og slá til. Enda spennandi verkefni framundanAð endurbyggja ísgöngin í Langjökli. . „Íshellar hreyfast með jöklum og það þarf því stanslaust að vera að vinna í þeim. Í Covid datt takturinn svolítið úr þannig að þegar Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures hringdi í mig, var komið að uppbyggingu ísganganna til að koma þeim aftur í fyrra form,“segir Birgitta og útskýrir um leið að íshellir Into the Glacier er ekki hættulegt svæði eins og stundum hefur verið fjallað um í fréttum. „Vegna þess að þetta er manngerður hellir eða ísgöng.“ Birgittu fannst ekkert smá spennandi að eiga leiða þá uppbyggingu félagsins að endurbyggja þannig að hann yrði enn betri en þegar hann fyrst opnaði. „Ég sjá fyrir mér að þetta myndi gerast á sex mánuðum,“ segir Birgitta og skellihlær. Því raunin var svo sannarlega ekki sú. „Samt unnum við dag og nótt og unnum með geggjuðu teymi frá Húsafelli og öðrum verktökum. Það sem skýrir auðvitað út hvers vegna verkefnið tók lengri tíma er að við erum að hugsa þennan íshelli sem langtímalausn en ekki skyndilausn. Margt spilar þarna inn í. Til dæmis fjárfestum við í rafmagnstækjum fyrir græna orku þannig að í staðinn fyrir að lýsingin í hellinum sé keyrð með díseltækjum, er hún núna keyrð með grænni orku,“ útskýrir Birgitta. Og viðurkennir að í raun upplifi hún íshellinn svolítið sem þriðja barnið sitt. Í sumar heimsóttu um 20 þúsund ferðamenn íshelli Into the Glacier en Birgitta segir það árstíðabundið hvaða hópar koma hverju sinni. Núna eru til dæmis margir frá Asíu því þar er fólk mikið í fríi á haustin og veturna. Á sumrin eru hópar úr skemmtiferðaskipum hins vegar áberandi. Að reka íshelli Birgitta segir starf í ferðaþjónustu þýða að enginn dagur er eins. „Síðasta vetur snjóaði eiginlega ekki neitt þannig að þetta var allt öðruvísi sumar en önnur sumur,“ nefnir Birgitta sem dæmi. Hún segir líka að orðatiltækið lognið á undan storminum eigi svo vel við. Þetta er orðatiltæki sem maður lærði þegar maður var lítill og bara já, já…. ókei, þetta er bara eitthvað sem fólk segir. Það sem maður hefur hins vegar lært í dag er að þetta á svo rosalega vel við því í þessum bransa hefur maður oft áttað sig á að veðrið virkar í alvörunni svona: Það er svo oft logn á undan storminum.“ Aðspurð um útlendingana, segir hún að vissulega upplifi þeir íslenska veðrið oft sem hluta af ævintýrinu. „Þó þarf að taka tillit til þess að sumir verða hræddir og eins getur það gerst að fólk fer inn í helli og fær innilokunarkennd,“ útskýrir Birgitta en allt eru þetta atriði sem þarf þá að vinna með. Oft finnst fólki þetta ævintýri sem það upplifir sig eiginlega enn ánægðari með eftir á. Þegar það fer að hugsa um að hafa verið fast í trukki upp á jökli, að borða prins póló þar til annar trukkur kemur og bíllinn er losaður.“ Er algjör þögn inni í hellinum? „Nei alls ekki. Þú heyrir alltaf í vatni og heyrir reyndar alls konar önnur hljóð líka,“ útskýrir Birgitta en um 95% gesta íshellisins eru erlendir ferðamenn. „Við reynum samt að veita Íslendingum góðan afslátt því auðvitað viljum við að Íslendingar upplifi þetta líka.“ Í dag starfa 25 manns hjá fyrirtækinu en þegar mest er hefur fjöldinn verið um 40-50 manns. „Árstíðirnar skiptast hjá okkur. Því á sumrin erum við mikið að fá hópa frá skemmtiferðaskipunum sem einfaldlega elska að koma upp á jökul. Á veturna finnum við hins vegar fyrir því að þá er fólk í Asíu meira í fríi og því er sá hópur fjölmennari á þeim tíma.“ Til að setja hlutina í samhengi má nefna að í sumar heimsóttu íshellinn um 20 þúsund farþegar og segist Birgitta telja að sá fjöldi verði rúmlega 30 þúsund fyrir árslok. „Það sem hjálpar okkur verulega er að þar sem íshellirinn er manngerður erum við ekki háð veðrum og vindum. Ferðirnar okkar er upplifun í stýrðum aðstæðum.“ Kannski að einhverjar fjölskyldur smitist af þeirri skemmtilegu hefð stórfjölskyldu Birgittu að halda pulsupartí á föstudögum. Allt að 60 manns þegar mest er en þessi hefð byrjaði þegar Birgitta var lítil. Birgitta hjólar alla daga ársins í vinnuna og segir ekki hægt annað en að mæta brosandi til vinnu eftir hressandi hálftíma hjólatúr.Vísir/Anton Brink Pulsupartíið á föstudögum Lífið er auðvitað ekki bara vinna og viðurkennir Birgitta að auðvitað kalli heimilisreksturinn með tvo unga og hressa drengi á alls kyns púsluspil. „Við eigum samt svo gott bakland,“ segir Birgitta og útskýrir líka að fjölskyldan býr svo mikið á sama svæðinu. ,,Mamma býr nánast í sömu götu og systir mín er mjög nálægt.“ En þetta er ekki allt. Því afi og amma Birgittu búa líka nálægt, þau eiga samtals sex börn og því er stórfjölskyldan farin að telja um sextíu manns þegar börn, tengdabörn og barnabörn eru öll meðtalin. „Við hittumst alltaf á föstudögum og borðum pulsur saman,“ segir Birgitta og lýsir því hvað þetta er skemmtileg samverustund. Hefð sem hófst þegar hún var lítil og stendur enn. „Enda er þetta svo lítið mál; þeir koma sem komast og ef ekki, þá ekkert mál. Við róterum staðsetningunni á milli systkinabarna.“ En enn er þetta þó ekki allt því fjölskyldan hittist líka á sunnudögum! „Þá mæta allir í kaffi til afa og ömmu,“ segir Birgitta og brosir. Birgitta var alin upp við það að eyða peningum frekar í upplifanir og ferðalög en fín föt eða sambærilega hluti. Sem hún segir sjálf vera áherslu hennar og eiginmannsins fyrir sig og sína fjölskyldu en Birgitta og eiginmaðurinn Ísak Guðni Pálsson eiga tvo syni. Til að afstilla sig úr vinnu eða að stilla sig inn á brosandi og jákvæðan dag í vinnunni, segir Birgitta að það að hjóla sé einfaldlega algjör snilld. Það tekur mig um hálftíma og ég myndi alveg lýsa þessum tíma sem mínum me-time tíma. Því það er ekki hægt annað en að mæta brosandi og kátur í vinnuna eftir svona hjólaferð og sömuleiðis er ég líka alveg búin að kúpla mig frá vinnu þegar ég kem heim á daginn.“ Birgitta hjólar allan ársins hring í vinnuna. En stundar líka aðra hreyfingu. „Ég æfi badminton og finnst æðislegt að hlaupa á kvöldin þegar ég hef tíma. Við förum líka mjög oft í sund með strákana, ég myndi alveg segja alla vega fimm sinnum í viku.“ Önnur áhugamál tengjast síðan einhvers konar útivist og ferðum. Enda hún og Ísak bæði í bransanum. „Það sem ég lærði líka af mömmu er að hún vildi eyða peningum í upplifanir. Á meðan aðrir eyddu peningunum sínum kannski í fín föt eða eitthvað, sagði hún einfaldlega; Nei við notum peningana okkar í ferðalög og að sjá fjöllin og heiminn. Sem er nákvæmlega það sama og ég vill með börnin okkar tvö.“ Ferðaþjónusta Starfsframi Tengdar fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Sjá meira
Að ung kona veiti svona fyrirtæki forystu er í raun athyglisvert út af fyrir sig. Ekki aðeins vegna þess að þetta er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á upplifanir inni í manngerðum jöklahelli á Langjökli, heldur líka vegna þess að til að komast þangað þarf að keyra á soddan trukkum að það er leit af öðru eins. „Já monster-trukkarnir okkar eru breyttir herbílar frá Þýskalandi sem voru víst notaðir til að flytja sprengjuflaugar,“ segir Birgitta. Sem sjálfri finnst ekki verra þegar eitthvað smá vesen gerist upp á jökli. Eða „bras“ eins og hún kallar það. „Ég man til dæmis eftir ferð upp á Langjökli í febrúar. Veðrið var svo brjálað að það sást ekki út um gluggana en við vorum í vettvangsferð í skólanum. Allir bílar festust og það tók okkur marga klukkustundir að losa um þá. Ferðin sem hófst klukkan 8 um morguninn, lauk því ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina, svo mikið bras var þetta,“ segir Birgitta en bætir við: Ég kom hins vegar heim og sagði einfaldlega: Þetta var besti dagur lífs míns!“ Því meira bras, því meira gaman segir Birgitta. Sem strax í æsku þræddi jöklana og hálendið með mömmu sinni. Sem Birgitta segir vera algjöran nagla. Enda nagli sjálf; nú framkvæmdastjóri Into the Glacier sem ferðast með ferðalanga í monster-trukkum í manngerðan íshelli í Langjökli. Mamman á jeppanum Birgitta tók við rekstri Into the Glacier árið 2023, en byrjaði þó að vinna þar miklu fyrr því samhliða námi og á sumrin vann Birgitta sem leiðsögumaður og því þekkir hún fyrirtækið í raun vel nánast frá upphafi. Birgitta er sjálf fædd árið 1993 og það er mjög auðheyrt að stærsta fyrirmyndin í hennar lífi er mamma hennar, Sigríður Ármannsdóttir. „Mamma var ein með okkur fjögur systkinin en það stoppaði hana þó ekki í því að fara með okkur í útivistarferðir. Við fórum til dæmis alltaf í aðventuferðina upp á Bása og ég hef eflaust farið í tjaldútilegur um hringveginn oftar en ég get talið,“ segir Birgitta og bætir við: „Þegar ég var 12 ára keypti mamma sér síðan jeppa og eftir það fórum við í endalausar ferðir um jökla og hálendi. Á unglingsárunum kunni Birgitta þó ekkert endilega að meta ferðirnar. „Ég stundi oft og spurði: Ooh, þarf ég að fara með….,“ segir Birgitta og hlær. Því ástríðan hennar í dag fyrir jöklum og hálendisferðum er svo sannarlega sprottin frá æskunni. „Þau voru líka ófá skiptin þar sem mamma keyrði á jeppanum og dró mig á snjóbrettinu upp á jökli,“ segir Birgitta og einfaldlega ljómar eins og sólin. Oooh, þarf ég að koma með?! spurði unglingurinn Birgitta oft mömmu sína, Sigríði Ármannsdóttur endurskoðanda. Sem veigraði sér ekkert við að ferðast á jeppa um jökla og hálendi, einstæð móðir með fjögur börn. En Birgitta er líka þakklát mömmu sinni í dag og segir hana sína stærstu fyrirmynd. Að vinna 220% Birgitta er gift Ísaki Guðna Pálssyni. Ísak starfar líka í ferðaþjónustunni, tengt bílum og hefur gert það frá unglingsaldri. Birgitta og Ísak eiga saman einn son en fyrir átti Birgitta einn son. Birgitta er með Bs. gráðu í ferðamálafræði ein meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Og það er kannski það síðarnefnda sem kemur meira á óvart, svona með tilliti til þess að elska ferðalög og upplifanir. „Ég hef alltaf verið góð í viðskiptum og stærðfræði en vildi ekki fara sömu leið og mamma eða systir mín. Því mamma er endurskoðandi og það ákvað systir mín að læra líka,“ segir Birgitta og brosir. „Ég var þó ekki nema hálfnuð með ferðamálafræðina þegar ég áttaði mig á því hversu mikinn áhuga ég hefði á viðskiptahlutanum og því bætti ég viðskiptafræðinni við.“ Það er síðan nokkuð spaugilegt að hlusta á Birgittu tala um námsárin og vinnuna. Því eins og svo margt ungt fólk, tók hún skeið þar sem vinnan var eiginlega 220%. „Ég starfaði hjá Wow air í fullu starfi, var í fullu námi og síðan í 20% starfi sem leiðsögumaður hjá Into the glacier,“ segir Birgitta og brosir. Þá komin með eitt barn því eldri sonur Birgittu, Egill Seljan, er fæddur árið 2012. Sá yngri, Nökkvi Þór er hins vegar fimm ára. „Ég vann hjá Wowair frá 2017 til ársins 2019 þegar það fór á hausinn. En þá fór ég í fullt starf hjá Into the Glacier og starfaði þá bæði á skrifstofunni og sem leiðsögumaður.“ Árið 2022 réði hún sig hins vegar til Landsvirkjunar þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í eitt ár. „Landsvirkjun er frábær vinnustaður. En ég var ekki að finna mig í því umhverfi. Eflaust vegna þess að ég einfaldlega elska svo mikið þessa bráðnandi jökla og elska allt í kringum þá.“ Birgitta ljómar eins og sólin þegar hún lýsir því hvernig það er að vera upp á jökli. Sem hún segir elska og lýsir því líka skemmtilega hvernig alls konar hljóð heyrist í íshelli, sem líka hreyfist með jöklinum. Birgitta er með Bs. gráðu í ferðamálafræði og meistaragráðu í fjármálum. Æðislegur íshellir Þegar Birgittu bauðst framkvæmdastjórastarfið hjá Into the Glacier var hún því ekki lengi að hugsa málin og slá til. Enda spennandi verkefni framundanAð endurbyggja ísgöngin í Langjökli. . „Íshellar hreyfast með jöklum og það þarf því stanslaust að vera að vinna í þeim. Í Covid datt takturinn svolítið úr þannig að þegar Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures hringdi í mig, var komið að uppbyggingu ísganganna til að koma þeim aftur í fyrra form,“segir Birgitta og útskýrir um leið að íshellir Into the Glacier er ekki hættulegt svæði eins og stundum hefur verið fjallað um í fréttum. „Vegna þess að þetta er manngerður hellir eða ísgöng.“ Birgittu fannst ekkert smá spennandi að eiga leiða þá uppbyggingu félagsins að endurbyggja þannig að hann yrði enn betri en þegar hann fyrst opnaði. „Ég sjá fyrir mér að þetta myndi gerast á sex mánuðum,“ segir Birgitta og skellihlær. Því raunin var svo sannarlega ekki sú. „Samt unnum við dag og nótt og unnum með geggjuðu teymi frá Húsafelli og öðrum verktökum. Það sem skýrir auðvitað út hvers vegna verkefnið tók lengri tíma er að við erum að hugsa þennan íshelli sem langtímalausn en ekki skyndilausn. Margt spilar þarna inn í. Til dæmis fjárfestum við í rafmagnstækjum fyrir græna orku þannig að í staðinn fyrir að lýsingin í hellinum sé keyrð með díseltækjum, er hún núna keyrð með grænni orku,“ útskýrir Birgitta. Og viðurkennir að í raun upplifi hún íshellinn svolítið sem þriðja barnið sitt. Í sumar heimsóttu um 20 þúsund ferðamenn íshelli Into the Glacier en Birgitta segir það árstíðabundið hvaða hópar koma hverju sinni. Núna eru til dæmis margir frá Asíu því þar er fólk mikið í fríi á haustin og veturna. Á sumrin eru hópar úr skemmtiferðaskipum hins vegar áberandi. Að reka íshelli Birgitta segir starf í ferðaþjónustu þýða að enginn dagur er eins. „Síðasta vetur snjóaði eiginlega ekki neitt þannig að þetta var allt öðruvísi sumar en önnur sumur,“ nefnir Birgitta sem dæmi. Hún segir líka að orðatiltækið lognið á undan storminum eigi svo vel við. Þetta er orðatiltæki sem maður lærði þegar maður var lítill og bara já, já…. ókei, þetta er bara eitthvað sem fólk segir. Það sem maður hefur hins vegar lært í dag er að þetta á svo rosalega vel við því í þessum bransa hefur maður oft áttað sig á að veðrið virkar í alvörunni svona: Það er svo oft logn á undan storminum.“ Aðspurð um útlendingana, segir hún að vissulega upplifi þeir íslenska veðrið oft sem hluta af ævintýrinu. „Þó þarf að taka tillit til þess að sumir verða hræddir og eins getur það gerst að fólk fer inn í helli og fær innilokunarkennd,“ útskýrir Birgitta en allt eru þetta atriði sem þarf þá að vinna með. Oft finnst fólki þetta ævintýri sem það upplifir sig eiginlega enn ánægðari með eftir á. Þegar það fer að hugsa um að hafa verið fast í trukki upp á jökli, að borða prins póló þar til annar trukkur kemur og bíllinn er losaður.“ Er algjör þögn inni í hellinum? „Nei alls ekki. Þú heyrir alltaf í vatni og heyrir reyndar alls konar önnur hljóð líka,“ útskýrir Birgitta en um 95% gesta íshellisins eru erlendir ferðamenn. „Við reynum samt að veita Íslendingum góðan afslátt því auðvitað viljum við að Íslendingar upplifi þetta líka.“ Í dag starfa 25 manns hjá fyrirtækinu en þegar mest er hefur fjöldinn verið um 40-50 manns. „Árstíðirnar skiptast hjá okkur. Því á sumrin erum við mikið að fá hópa frá skemmtiferðaskipunum sem einfaldlega elska að koma upp á jökul. Á veturna finnum við hins vegar fyrir því að þá er fólk í Asíu meira í fríi og því er sá hópur fjölmennari á þeim tíma.“ Til að setja hlutina í samhengi má nefna að í sumar heimsóttu íshellinn um 20 þúsund farþegar og segist Birgitta telja að sá fjöldi verði rúmlega 30 þúsund fyrir árslok. „Það sem hjálpar okkur verulega er að þar sem íshellirinn er manngerður erum við ekki háð veðrum og vindum. Ferðirnar okkar er upplifun í stýrðum aðstæðum.“ Kannski að einhverjar fjölskyldur smitist af þeirri skemmtilegu hefð stórfjölskyldu Birgittu að halda pulsupartí á föstudögum. Allt að 60 manns þegar mest er en þessi hefð byrjaði þegar Birgitta var lítil. Birgitta hjólar alla daga ársins í vinnuna og segir ekki hægt annað en að mæta brosandi til vinnu eftir hressandi hálftíma hjólatúr.Vísir/Anton Brink Pulsupartíið á föstudögum Lífið er auðvitað ekki bara vinna og viðurkennir Birgitta að auðvitað kalli heimilisreksturinn með tvo unga og hressa drengi á alls kyns púsluspil. „Við eigum samt svo gott bakland,“ segir Birgitta og útskýrir líka að fjölskyldan býr svo mikið á sama svæðinu. ,,Mamma býr nánast í sömu götu og systir mín er mjög nálægt.“ En þetta er ekki allt. Því afi og amma Birgittu búa líka nálægt, þau eiga samtals sex börn og því er stórfjölskyldan farin að telja um sextíu manns þegar börn, tengdabörn og barnabörn eru öll meðtalin. „Við hittumst alltaf á föstudögum og borðum pulsur saman,“ segir Birgitta og lýsir því hvað þetta er skemmtileg samverustund. Hefð sem hófst þegar hún var lítil og stendur enn. „Enda er þetta svo lítið mál; þeir koma sem komast og ef ekki, þá ekkert mál. Við róterum staðsetningunni á milli systkinabarna.“ En enn er þetta þó ekki allt því fjölskyldan hittist líka á sunnudögum! „Þá mæta allir í kaffi til afa og ömmu,“ segir Birgitta og brosir. Birgitta var alin upp við það að eyða peningum frekar í upplifanir og ferðalög en fín föt eða sambærilega hluti. Sem hún segir sjálf vera áherslu hennar og eiginmannsins fyrir sig og sína fjölskyldu en Birgitta og eiginmaðurinn Ísak Guðni Pálsson eiga tvo syni. Til að afstilla sig úr vinnu eða að stilla sig inn á brosandi og jákvæðan dag í vinnunni, segir Birgitta að það að hjóla sé einfaldlega algjör snilld. Það tekur mig um hálftíma og ég myndi alveg lýsa þessum tíma sem mínum me-time tíma. Því það er ekki hægt annað en að mæta brosandi og kátur í vinnuna eftir svona hjólaferð og sömuleiðis er ég líka alveg búin að kúpla mig frá vinnu þegar ég kem heim á daginn.“ Birgitta hjólar allan ársins hring í vinnuna. En stundar líka aðra hreyfingu. „Ég æfi badminton og finnst æðislegt að hlaupa á kvöldin þegar ég hef tíma. Við förum líka mjög oft í sund með strákana, ég myndi alveg segja alla vega fimm sinnum í viku.“ Önnur áhugamál tengjast síðan einhvers konar útivist og ferðum. Enda hún og Ísak bæði í bransanum. „Það sem ég lærði líka af mömmu er að hún vildi eyða peningum í upplifanir. Á meðan aðrir eyddu peningunum sínum kannski í fín föt eða eitthvað, sagði hún einfaldlega; Nei við notum peningana okkar í ferðalög og að sjá fjöllin og heiminn. Sem er nákvæmlega það sama og ég vill með börnin okkar tvö.“
Ferðaþjónusta Starfsframi Tengdar fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Sjá meira
Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02