Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:00 Margir hafa upplifað tilfinninguna í lífinu að þeim finnist hreinlega þurfa að trekkja þá í gang. Getty Images Fólk getur verið ósofið í vinnunni af ýmsum ástæðum. Kannski er skýringin ung börn en kannski sofnuðum við ekki af fjárhagsáhyggjum eða streitu. Síðdegiskaffi og orkudrykkir deginum áður höfðu kannski geta áhrif og stundum förum við of seint að sofa því við erum einfaldlega að vafra á netinu eða horfum á sjónvarpið fram á nótt. En hver eru bestu ráðin til að koma okkur í gegnum svona dag? Kaffi og orkudrykkir út daginn? Nei varla. Hér eru 6 einföld ráð sem virka. Drekktu vatn. Einkenni vökvaskorts eru meðal annars þau að okkur finnst við vera syfjuð og þreytt. Að drekka vatn er því alltaf gott og ekki síst á erfiðum dögum. Til að hressa okkur enn betur við er til dæmis hægt að bæta sítrónu í vatnið. Teygðu úr þér og hreyfðu þig. Að skella sér í ræktina er besta leiðin til að byggja upp orku. Eftir svefnlausa nótt er hætta á að svo verði þó ekki raunin. Fyrir fólk sem starfar í kyrrsetu er mikilvægt að standa reglulega upp yfir daginn. Helst að teygja aðeins úr sér og reyna að örva blóðrásina með einhverri hreyfingu. Göngutúr í nokkrar mínútur er frábært ráð og í rauninni allt sem hjálpar til við að örva blóðrásina. Léttur hádegisverður og millimál. Hamborgari og franskar í hádeginu er ekki málið á svona degi. Reyndu að velja þér máltíð sem er létt í maga því oft verðum við syfjuð af þungum máltíðum. Trefjar og prótein úr ávöxtum, grænmeti, kjúkling, fisk eða jógúrt gefur orku. Að þamba kaffi allan daginn er ekkert endilega leiðin til að halda úti vinnudaginn eftir svefnlausa nótt. Mögulega endar þú líka með að sofna ekki næstu nótt fyrir vikið.Vísir/Getty Súrefni. Ef þú mögulega kemst aðeins út úr húsi skaltu endilega grípa tækifærið því það að komast út í súrefnið er vægast sagt hressandi. Tyggjó. Já, sumir mæla með tyggjó og segja það geta hjálpað til í smá stund. Sérstaklega er mælt með mintubragði. Forgangsraðaðu verkefnum dagsins. Veldu verkefnin vel þá daga þar sem þú veist að þú ert ekki upp á þitt besta. Aðalmálið er að forðast verkefni sem þú veist að þú hefur ekki einbeitingu til að klára, en klára þó þau verkefni sem eru áríðandi. Annað skaltu geyma þar til orkan þín og getan til að vera skilvirkari er til staðar. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Fólk getur verið ósofið í vinnunni af ýmsum ástæðum. Kannski er skýringin ung börn en kannski sofnuðum við ekki af fjárhagsáhyggjum eða streitu. Síðdegiskaffi og orkudrykkir deginum áður höfðu kannski geta áhrif og stundum förum við of seint að sofa því við erum einfaldlega að vafra á netinu eða horfum á sjónvarpið fram á nótt. En hver eru bestu ráðin til að koma okkur í gegnum svona dag? Kaffi og orkudrykkir út daginn? Nei varla. Hér eru 6 einföld ráð sem virka. Drekktu vatn. Einkenni vökvaskorts eru meðal annars þau að okkur finnst við vera syfjuð og þreytt. Að drekka vatn er því alltaf gott og ekki síst á erfiðum dögum. Til að hressa okkur enn betur við er til dæmis hægt að bæta sítrónu í vatnið. Teygðu úr þér og hreyfðu þig. Að skella sér í ræktina er besta leiðin til að byggja upp orku. Eftir svefnlausa nótt er hætta á að svo verði þó ekki raunin. Fyrir fólk sem starfar í kyrrsetu er mikilvægt að standa reglulega upp yfir daginn. Helst að teygja aðeins úr sér og reyna að örva blóðrásina með einhverri hreyfingu. Göngutúr í nokkrar mínútur er frábært ráð og í rauninni allt sem hjálpar til við að örva blóðrásina. Léttur hádegisverður og millimál. Hamborgari og franskar í hádeginu er ekki málið á svona degi. Reyndu að velja þér máltíð sem er létt í maga því oft verðum við syfjuð af þungum máltíðum. Trefjar og prótein úr ávöxtum, grænmeti, kjúkling, fisk eða jógúrt gefur orku. Að þamba kaffi allan daginn er ekkert endilega leiðin til að halda úti vinnudaginn eftir svefnlausa nótt. Mögulega endar þú líka með að sofna ekki næstu nótt fyrir vikið.Vísir/Getty Súrefni. Ef þú mögulega kemst aðeins út úr húsi skaltu endilega grípa tækifærið því það að komast út í súrefnið er vægast sagt hressandi. Tyggjó. Já, sumir mæla með tyggjó og segja það geta hjálpað til í smá stund. Sérstaklega er mælt með mintubragði. Forgangsraðaðu verkefnum dagsins. Veldu verkefnin vel þá daga þar sem þú veist að þú ert ekki upp á þitt besta. Aðalmálið er að forðast verkefni sem þú veist að þú hefur ekki einbeitingu til að klára, en klára þó þau verkefni sem eru áríðandi. Annað skaltu geyma þar til orkan þín og getan til að vera skilvirkari er til staðar.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00