Körfubolti

Breiðablik hafði betur í botnslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/daníel

Breiðablik vann 89-68 sigur á Grindavík er liðin mættust í botnslagnum í Dominos-deild kvenna í kvöld.

Leikurinn var liður í 21. umferðinni en bæði lið voru fyrir leikinn í tveimur neðstu sætunum með fjögur stig hvor.

Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-11 eftir fyrsta leikhlutann. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu leikinn nokkuð örugglega að endingu.

Danni L Williams var í sérflokki á vellinum. Hún skoraði 41 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir bætti við 19 stigum.

Tania Pierre-Marie skoraði 28 stig og tók níu fráköst fyrir Grindavík. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 10 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Grindavík er því á botninum með fjögur stig en Breiðablik í því sjöunda með sex.

Önnur úrslit kvöldsins fóru á þann veg að Valur niðurlægði nýkrýnda bikarmeistara og KR hafði betur gegn Haukum í spennuleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.