Körfubolti

Bikar­meistararnir töpuðu með rúm­lega 60 stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skallagrímur með bikarinn um helgina.
Skallagrímur með bikarinn um helgina. vísir/daníel

Skallagrímur varð bikarmeistari um helgina en fékk skell í fyrsta leik eftir bikarleikinn er þær töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Vals í kvöld, 107-41.Bikarmeistararnir voru án lykilmanna. Emilie Sofie Hesseldal, Maja Michalska og Keira Breeanne Robinson voru ekki með og það var ljóst að þeirra biði erfitt verkefni er þær heimsóttu Íslandsmeistaranna í kvöld.Valur tók frumkvæðið frá upphafi og var 28-14 yfir eftir fyrsta leihklutann og 52-24 er liðin gengu til búningsherbergja.Íslandsmeistararnir gengu enn frekar á lagið í þriðja leikhlutanum. Þær unnu hann 30-9 og Skallagrímur gerði svo einungis tíu stig í fjórða leikhlutanum. Lokatölur 107-41.Helena Sverrisdóttir gerði 27 stig fyrir Val. Tók hún einnig fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar.Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 17 stig fyrir Skallagrím. Að auki tók hún níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Gunnhildur Lind Hansdóttir gerði 12 stig og tók sex fráköst.Valur er á toppi deildarinnar með 38 stig en Skallagrímur er í 4. sætinu með 24 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.