Handbolti

Kári: Það er fínt þegar að dómararnir eru að taka af manni mörk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úr leik hjá Fjölni fyrr á leiktíðinni.
Úr leik hjá Fjölni fyrr á leiktíðinni. vísir/daníel

„Ég er bara hrikalega svekktur,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Fram í Olís-deild karla í dag.

„Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í röð þar sem við töpum með einu mark, þar sem við erum í svona lokakafla þar sem við náum ekki að fá nein stig út úr þessu en það er það sem þetta snýst um.“

Kári segir sína menn hafa verið með allt of marga tapaða bolta og mikið af slökum ákvörðunum í sóknarleiknum.

„Það er mikið undir í þessum leik og þá verða leikirnir oft svona, það er lítið skor og varnirnar góðar og markvarslan fín, en við vorum ekki að finna nægjanlega góðar lausnir í sóknarleiknum.

Það urðu læti í lok leiks þar sem að dómararnir spiluðu sitt hlutverk.

„Mér fannst þeir dæma þetta fínt í 57 mínútur og svo koma bara fjögur atriði í lokinn sem eru algjörlega ótrúleg, það eru bara fjögur atriði á okkur. Þeir stoppa tímann í hraðri af því að örvhenti hornamaðurinn þeirra sem er búinn að liggja eftir hvert einasta skot, og að lesa það ekki er alveg ótrúlegt,“ sagði Kári svekktur.

„Þeir flauta of snemma í marki hjá okkur og það er gott í leik þar sem að skorið er svona lítið, það er þá fínt þegar að dómararnir eru að taka af manni mörk, og ég er ótrúlega ósáttur,“ bætti Kári við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×