Körfubolti

Ægir er kominn yfir 200 í plús og mínus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á móti Tindastól.
Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á móti Tindastól. Vísir/Bára

Stjörnuliðið er miklu betra með Ægir Þór Steinarsson inn á vellinum og þetta sýnir tölfræðin svart á hvítu.

Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson spilaði sína liðsfélaga uppi í sigrinum á Grindavík í Domino´s deild karla í gærkvöldi.

Ægir Þór skaut bara tvisvar á körfuna allan leikinn en gaf 12 stoðsendingar. Hann hugsaði um hag liðsins eins og venjulega og það sást líka á plús og mínus hjá honum.

Stjörnuliðið vann þær rúmu 30 mínútur sem hann spilaði með 21 stigi en tapaði með 7 stigum þegar hann sat á bekknum.

Ægir er með 13,2 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.

Með því að vera +21 í þessum leik á móti Grindavík varð Ægir Þór fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deildinni í vetur sem nær að vera yfir tvö hundruð í plús og mínus.

Ægir er nú +209 í plús og mínus sem þýðir að Stjarnan hefur tapað með 37 stigum þær mínútum sem hann hefur verið á bekknum en unnið með 209 stigum þær mínútur sem Ægir hefur spilað.

Ægir hefur líka verið í plús tíu eða meira í níu leikjum í röð eða í öllum deildarleikjum Garðbæinga frá því í lok nóvember.

Ægir þór er 29 stigum á undan félaga sínum í íslenska landsliðinu, Herði Axel Vilhjálmssyni en þriðji er síðan Dominykas Milka hjá Keflavík.

Ægir Þór Steinarsson í plús tíu + í níu leikjum í röð:

Á móti KR  +42

Á móti Haukum  +13

Á móti Fjölni  +15

Á móti Þór Þorl. +19

Á móti ÍR  +30

Á móti Tindastól +10

Á móti Keflavík  +11

Á móti Njarðvík +14

Á móti Grindavík +21



Hæsta plús og mínus í Domino´s deild karla eftir 17 umferðir:

1. Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni     +209

2. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík     +180

3. Dominykas Milka, Keflavík     +170

4. Maciek Stanislav Baginski, Njarðvík     +151

5. Deane Williams, Keflavík     +147

6. Chaz Calvaron Williams, Njarðvík     +136

7. Hlynur Elías Bæringsson, Stjörnunni     +135

8. Khalil Ullah Ahmad, Keflavík     +134

9. Kyle Johnson, Stjörnunni     +128

10. Mario Matasovic, Njarðvík     +128

11. Nikolas Tomsick, Stjörnunni     +125

12. Kristinn Pálsson, Njarðvík     +112

13. Emil Barja, Haukum     +106

14. Gerel Simmons, Tindastól     +102

15. Flenard Whitfield, Haukum     +97




Fleiri fréttir

Sjá meira


×