Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld: „Blautur draumur þjálfarans að vera með þennan dreng“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Stjarnan er á fljúgandi siglingu í Dominos-deild karla. Liðið hefur unnið tólf leiki í röð og er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot.

Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá í gærkvöldi. Þar var farið yfir umferðina og hún skoðuð en í síðustu umferð vann Stjarnan sigur á Grindavík.

„Hlynur er alltaf að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá þetta 500 þúsund sinnum en samt kemur manni þetta alltaf á óvart hvernig hann nær þessum fráköstum,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

„Hann er búinn að breyta sínum leik en hann er farinn að dæla niður í þristum. Setjið tíu ára samning á hann. Hann verður nákvæmlega eins eftir tíu ár ef hann hugsar um sig.“

Kristinn Friðriksson tók í sama streng og hrósaði Hlyni í hástert.

„Þetta er hinn fullkomni leikmaður. Hann er hausinn upp á 110. Það er ekkert vesen á þessum gæja. Hann er alltaf driffjöðurinn sama hvað hann spilar mikið. Það er blautur draumur þjálfarans að vera með þennan dreng.“

Umræðuna um Hlyn sem og Ægir Þór Steinarsson og Stjörnuliðið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×