Tanngreiningar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun