Samviska Háskóla Íslands Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:00 Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun