Fagráðunum verður fylgt fast eftir! Sandra B. Franks skrifar 17. ágúst 2020 15:49 Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun