Rauða krossinn þinn vantar þig Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 30. janúar 2020 10:00 Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar