Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 26-33 | ÍR komið upp í annað sætið

Andri Már Eggertsson skrifar
Sturla var flottur í liði ÍR í kvöld.
Sturla var flottur í liði ÍR í kvöld. vísir/bára

ÍR sá til þess að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma og unnu um leið sinn þriðja leik. Sigurinn fleytir Breiðhyltingum upp í 2. sæti Olís deildarinnar. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Leikurinn

Stjarnan hafði verið á góðri siglingu fyrir leikinn en ÍR vann leikinn með sjö mörkum og var þetta nokkuð þæginlegt fyrir gestina. Jafnræði var með liðunum til að byrja með leiks en ÍR náði 6-0 kafla og litu aldrei um öxl eftir það.

Rúnar þjálfari Stjörnunar tekur tvö leikhlé á stuttum kafla og virtust lærisveinar hans engan veginn ná tökum á leiknum. Stjarnan átti í miklum erfiðleikum að koma boltanum framhjá Sigurði í markinum hjá ÍR í fyrri hálfleik og var hann með rúmlega 50% markvörslu í hálfleik.

Stjarnan skoraði aðeins níu mörk í fyrrihálfleik og var staðan í hálfleik 9 - 16.

Stjarnan vaknaði aðeins í seinnihálfleik með Tandra Má fremmstan í flokki. Eftir nokkrar rispur hjá Stjörnuni gáfu ÍR-ingar í, Hafþór Már leiddi sóknarleik ÍR og endaði hann með sjö mörk úr 11 skotum. Sigurður hélt uppteknum hætti í markinu og varði vel. Stjarnan minnkaði muninn mest niður í fjögur mörk en var það orðið of seint og ÍR gekk á lagið og sigldi þessu heim nokkuð sannfærandi.

Afhverju vann ÍR leikinn?

Góð vörn og markvarsla hjá ÍR liðinu var það sem sem vann þennan leik fyrir þá. Sigurður varði vel í markinu og nýtti ÍR sér það með góðum hraðarhlaupum og auðveldum mörkum.

Hverjir stóðu upp úr?

Sigurður Ingiberg var frábær í markinu, varði listavel þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Hann endaði með 22 bolta og 46% markvörslu.

Hafþór Már fór fyrir sínu liði sóknarlega og áttu Stjörnumenn í miklum vandræðum með hann en hann endaði leikinn með sjö mörk. Sturla var sjóðandi heitur á vítalínunni en hann skoraði átta mörk og voru sex af þeim úr vítum þar sem hann steig ekki feilspor.

Í liði Stjörnunnar var enn og aftur Tandri Már markahæstur. Tandri lét lítið fyrir sér fara í fyrri hálfleik en mætti tvíeldur í þann síðari og reyndi hann að hjálpa sínu liði að fá eitthvað úr þessum leik en aðrir fylgdu ekki með. Hann endar leikinn með níu mörk úr 15 skotum.

Hvað gekk ílla?

Fyrri hálfleikur Stjörnunar var afar dapur, þeir fundu fáar leiðir sóknarlega og áttu þeir í vandræðum með að vinna það upp í þeim síðari.

Hvað gerist næst?

Næst á dagskrá hjá liðunum er Coca Cola bikarinn en bæði lið eru enn í þeirri keppni. Stjarnan fær Selfoss í heimsókn í TM höllinni á miðvikudaginn næstkomandi. ÍR fara í Mosfellsbæinn og mæta Aftureldingu.

Bjarni var sáttur að leik loknumVísir/Bára

Bjarni Fritz: Ekki afskrifa okkur um þann stóra í vor.

Bjarni var ángæður með leik sinna manna í dag.

„Mér fannst Siggi frábær í markinu, það koma tveir stuttir kaflar hjá okkur þar sem þeir reyna brjóta leikinn upp og við æsumst eitthvað við það og kemur smá vitleysa upp úr því tæknifeilar og menn ætla að græja málin.”

Bjarni hrósar markmanni sínum í hástert og var virkilega ánægður með hans framlag í kvöld.

Aðspurður hvort þeir horfa til þess að verða íslandsmeistarar í vor. „Mér finnst við vera búnir að bæta okkur heilmikið og leggja mikið inn síðastliðin 2 ár og verðum alltaf betri og betri.”

Bjarni biður síðan engann um að afskrifa sitt lið í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn.

Rúnar: ÍR betri á öllum sviðum en við.

„ÍR-ingar voru betri en við á öllum sviðum í kvöld, voru miklu grimmari en við sérstaklega í fyrrihálfleik sama hvort það var vörn eða sókn og var markvarslan betri hjá þeim en okkur þannig þetta var verðskuldað”. 

Rúnar hrósar markmanni ÍR og var hann svekktur með að hans lið var langt frá ÍR í vörðum boltum.

„Í fyrri hálfleik komum við ekki vel inn í leikinn frekar en á móti Fjölni. Við klúðruðum mikið af færum, gludrum mikið boltanum og fáum hraðarhlaup í bakið”.

Rúnar er ánægður með að liðið sitt gafst samt ekki upp.

Aðspurður hvort það sé langt í Bjarka Má segir Rúnar að hann hefði getað verið með í kvöld, hann æfir og bólgnar þá upp.

Sigurður Ingiberg: Tandri með mig í vasanum en fleiri voru það ekki.

„Við byrjuðum ógeðslega vel það var kraftur í okkur og við keyrðum yfir þá sem virkaði vel. Ég var heitur en í seinni hálfleik var Tandri með mig í vasanum en fleiri voru það ekki.”

Sigurður var ánægður með fyrri hálfleikinn og kraftinn sem hans lið mætti með í leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira